Innskráning í Karellen
news

Hraðastaðir - sveitaferð❤️

15. 05. 2023

Okkar árlega útskriftaferð með elstu börnin var 9. maí sl. Þá fórum við með börn fædd 2018 að Hraðastöðum. Hraðastaðir eru staðsettir í Mosfellssveit og því var rútuferðin stutt og skemmtileg. Börnin voru svo sannarlega alsæl í sveitaferðinni enda tóku lömbin, hestarnir, geiturnar, högninn Prins og hundurinn Skuggi voðalega vel á móti okkur. Að sjálfsögðu voru svo pylsur grillaðar og fengu börnin að leika sér frjáls í kringum dýr og menn. Eitthvað af börnunum fannst þau þurfa að halda fyrir netfið svona fyrst um sinn, enda sveitalyktin öðruvísi en lyktin í bænum okkar :)

© 2016 - Karellen