Innskráning í Karellen
news

Í leikskóla er gaman - Dagur leikskólans❤️

14. 02. 2024

Dagur leikskólans er haldin hátíðlegur 6.febrúar ár hvert. Þetta er merkisdagur í sögu leikskóla því það var á þessum degi árið 1950 sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín. Haldið er upp á daginn til að vekja athygli á því frábæra námi og starfi sem fram fer í leikskólum landsins.

Elstu börnin teiknuðu m.a. myndir sem sögðu hvað væri gaman að gera í leikskólanum - svörin komu frá hjörtum barnanna og lýsa vel hvað vekur áhuga þeirra.

"Það er gaman að velja föndur. Það er líka gaman að skrifa nafnið sitt"

"Að vera í leikstofu er gaman og leika með púðana. Ég elska risaeðlur og leika úti í snjónum og duplo kubba"

"Mér finnst gaman að renna á rassaþotu"

"Í leikskólanum eru boltar, gaman í fimleikum í leikstofu"

"Kennararnir og strákarnir eru bestir og kóngulóin úti"

Í leikskóla er og á að vera gleði og gaman - hvorki meira né minna :)

© 2016 - Karellen