Innskráning í Karellen

Gleði er fagmennska

Gleði er fagmennska“ er hugtak sem við notum en hvað felst í því?

❤️Glöð manneskja mætir aðstæðum með jákvæðari og lausnamiðaðri hætti.

❤️Þegar við tökum ábyrgð á okkur sjálfum, eignarhald á eigin líðan og æfum okkur alla daga þá skapast alltaf meiri og meiri gleði sem er öryggi. Örugg manneskja er sterk manneskja.

❤️Gleði er stilling, þú æfir þig og verður þar af leiðandi flink/ur í að finna gleðina þína. Þá getur þú notað hana sem leið þegar á reynir.

❤️Það skapar öryggi sem er lykilatriði fyrir ung börn en það túlka þau sem ást. öryggi = ást.

❤️Börn þurfa á okkur að halda, við erum að liðsinna þeim og að það hafa manneskju í sínu lífi sem er glöð þýðir að hún hefur sjálfstjórn og sjálfstraust og er því alltaf að fara að geta brugðist við af hjálpsemi og af ábyrgð við barninu.

❤️Það er styrkur sem verður til og ávinningur barnsins er að það er gripið, því er lyft og það lærir að vera glatt og líða vel.

© 2016 - Karellen