Innskráning í Karellen

Gátlistinn Heilsufar barna á leikskólaaldri er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og fleiri aðila.

Hann leiðbeinir um hvenær veik börn eiga ekki að koma í leikskólann. Vonast er til að gátlistinn svari spurningum foreldra og starfsmanna leikskóla.

Barn á ekki að koma í leikskólann ef:

  • Barnið er með hita.
  • Barnið er með kvef, hósta og að minnsta kosti eitt af eftirtöldum einkennum til viðbótar:, slappleika, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki og/eða niðurgang.

Veikindi leikskólabarna:

  • Barn skal sótt í leikskólann ef heilsufar þess breytist; barnið fær hita yfir 38°C og flensulík einkenni.
  • Leikskólabörn skulu að jafnaði vera hress og hitalaus í að minnsta kosti sólarhring, áður en þau koma aftur í leikskólann.

Leita ráða hjá heilsugæslu:

  • Ef vafi er á að barn ætti að fara í leikskólann
  • Til að fá nánari upplýsingar um einkenni

Hér má sjá yfirlit yfir helstu smitsjúdóma barna.


Veikindi og innivera

Viðmið eftir veikindi er að barn geti verið inni í einn dag.

Þegar barn hefur verið veikt heima í einhverja daga getur verið heppilegt fyrir barnið að vera styttra úti en venjulega og er þá sjálfsagt að bjóða foreldrum upp á að barnið fari síðast út og komi fyrst inn. Þessi leið getur einnig átt við ef "stefnir" í veikindi.


© 2016 - Karellen