Innskráning í Karellen

Leikskólinn fékk styrk úr Þróunarsjóð leikskóla 2023-2024 fyrir verkefnið "Byrjum á byrjuninni"


Markmið verkefnisins er að útbúa og útfæra málörvunar- og málhljóðaáætlun fyrir yngstu nemendur leikskólans og fylgja henni eftir í 15 vikur. Verkefnið felur í sér náið samstarf við foreldra barnanna og að stuðlað sé að auknum samskiptum og öflugri tengslum barna foreldra og kennara.


Ávinningur verkefnisins fyrir leikskólann og skólasamfélagið í Garðabæ:
Lagt er upp með að þróunarverkefni þetta verði liður í útfærslu á Læsis- og stærðfræðiáætlun Hjallastefnunnar fyrir yngstu börnin en líka hugmynda- og aðferðarfræði læsis sem vel getur nýst á öðrum leikskólum innan Garðabæjar.
Farsældarhluti verkefnisins þ.e. tengslafræðsla og áhersla á mikilvægi uppbyggjandi tengsla foreldra og barna mun að öllu leyti nýtast skólasamfélaginu í Garðabæ og öllum foreldrum smábarna þar sem lögð er áhersla á að fræða og styðja foreldra. Grunntengsl barna við foreldra og/eða umönnunaraðila eru til grundvallar því að tryggja það að börn upplifi að það
sé öruggt. Öruggu barni mun ganga betur að aðlagast, að læra og þroskast. Með áherslu á grunnþættina, samskipti og farsæld, er hægt að stuðla betur að því að fyrirbyggja ýmsa erfiðleika, sem geta komið fram hjá börnum, seinna á skólagöngu þeirra.


Sérfræðingar verkefnisins eru: Bryndís Guðmundsdóttir M.A. CCC-SLP hjá Raddlist ehf. og Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Tengslamat.is.

Birna sérkennslustýra er verkefnastýra.

© 2016 - Karellen