news

Jólasnjórinn gerður ENN jólalegri ❤️

13. 12. 2021

Drengirnir í Þ hóp á Brúna kjarna gerðu tilraun í vikunni til að gera jólasnjóinn ennþá jólalegri. Við notuðum til þess sullukarið okkar góða og fylltum það af snjó. Næst blönduðum við matarlit, grænan og rauðan, við vatn í brúsa. Drengirnir sprautuðu svo úr brúsunum yfir skjannahvítann snjóinn og úr varð þessi fallega skreytti jólasnjór. Auðvitað stóðust drengirnir ekki freistinguna að smakka smá jólasnjó og líkaði vel.


© 2016 - Karellen