Innskráning í Karellen
news

R-reglurnar: röð,regla og rútína ❤️

15. 08. 2023

R-reglurnar; röð, regla og rútína ?

-

Nú eru skólarnir farnir af stað og eitt af því sem allir Hjallastefnuskólar hafa í hávegum um þessar mundir eru R-reglurnar ?

Börnum líður vel í reglusemi. R-reglurnar þrjár skapa daglegar venjur og eru einfaldlega röð, regla og rútína daglegs lífs. Góðar venjur skapa öruggt og fyrirsjáanlegt umhverfi fyrir börn.

_

Gott er að gefa börnum skýrar og einfaldar reglur sem segja þeim til hvers er ætlast og hvernig þau eiga að haga sér. Þar með hafa þau mælistiku á velgengni sína og öll vilja þau að sér takist vel til.

Ræðið venjur og reglur fjölskyldunnar því þær verða að vera sanngjarnar að mati allra í fjölskyldunni enda er reglusetning samvinnuverkefni. Venjur þarf að endurskoða og reglum má breyta.

Hjálpið barninu svo því takist vel upp í þessum jákvæða aga; þ.e. að geta fylgt venjum og reglum. Sú hæfni er undanfari sjálfstjórnar þegar barnið eldist og þroskast.

Vinnið að því að nánast öll hegðunarkennsla sé jákvæð og fyrirbyggjandi með góðum reglum, eftirfylgd og jákvæðri styrkingu; hrósi og umbun þegar vel gengur en forðist bönn, nöldur og skammir þegar mistök verða. Það má ruglast og það gengur bara betur næst.

-

Gangi okkur öllum vel

© 2016 - Karellen