Innskráning í Karellen
news

Sól sól skín á mig❤️

17. 03. 2023

Þó kári kuldaboli hafi látið sjá sig síðustu daga þá erum við öll sem eitt svo sannarlega að njóta útiverunnar. Á útisvæðinu er grófhreyfing í mestri þjálfun auk þess sem líkamlegt úthald og þol eykst sem og jafnvægið æfist við klifur og príl. Þessir félagar af Rauðakjarna skemmtu sér vel við útieldhúsið með potta og pönnur sér við hlið. Þegar sól fer hækkandi þá verður hægt að bæta vatni við eldamennskuna sem og til frekari skemmtunar á útisvæði.

© 2016 - Karellen