news

Söngstund á Gráa kjarna ❤️

13. 12. 2021

Nú erum við farnar að syngja jólalögin á Gráa kjarna. Það er skemmtileg tilbreyting að syngja jólalög í bland við öll hin lögin. Við vöndum auðvitað valið þegar kemur að jólalögum, rétt eins og eðlilegt þykir innan Hjallastefnunnar. Við erum m.a. byrjaðar að syngja Í skóginum stóð kofi einn, Fimm mínútur í jól, Skín í rauðar skotthúfur, Á jólunum er gleði og gaman og svo munum við bæta í jólalagaúrvalið eftir því sem líður á desember. Í morgun, eins og alla föstudaga, sungum við með vinum okkar á Brúna kjarna á söngfundi og í þetta skiptið komu þeir yfir til okkar á Gráa kjarna. Strax á eftir söngstundinni fylgdi svo yndisleg aðventustund með tónlistarkonunum Hildi og Betu þar sem sungin voru hin ýmsu lög við hljómborðsundirleik.

Image.jpeg

Image.jpeg

Image.jpeg

© 2016 - Karellen