Innskráning í Karellen
news

Vinaskeyti og bókasafn❤️

04. 10. 2022

Vinkonur í Þ hóp á Grænakjarna skrifuðu og skreyttu boðskort til vinahóps á Gulakjarna og buðu vinum að koma með sér í strætóferð á bókasafnið. Við gengum öll saman að Miðgarði þar sem strætó stoppaði fyrir okkur. Það var mjög vel tekið á móti okkur á bókasafninu, Rósa las fyrir okkur söguna um Regnbogafiskinn og við fengum að leika frjálst á barnasvæðinu og lita myndir. Stúlkurnar og drengirnir skemmtu sér mjög vel og voru til fyrirmyndar bæði í strætó og á bókasafninu


© 2016 - Karellen