Innskráning í Karellen
news

Græni- og Gulikjarni í Grasagarðinn

05. 12. 2022

Það voru heldur betur spenntar stúlkur og drengir af Grænakjarna og Gulakjarna sem mættu í leikskólann á fimmtudaginn enda mjög spennandi dagur framundan í Grasagarðinn í Reykjavík. Rútuferðin þangað gekk eins og í sögu enda eru börnin komin með góða reynslu ;)

Þegar komið var í Grasagarðinn tók á móti okkur dásamlega fallega skreyttur Garðskáli. Þar er búið að skreyta allt í jólaljósum og setja upp jólatré. Við byrjuðum á því að dansa í kringum jólatréð. Við fengum svo heitt kakó og jólasmákökur og hlustuðum á jólabókalestur.

Börnin fengu svo að skoða sig um í Garðskálanum ;) og þrátt fyrir að næstum öll börn reyndu að klappa fiskunum í tjörninni þá tókst engum þeirra að detta ofan í.

Þetta var alveg dásamleg aðventustund sem við áttum saman og það voru svo sannarlega glöð börn sem komu aftur í leikskólann.

© 2016 - Karellen